13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2308 í B-deild Alþingistíðinda. (2218)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ríkisstjórnin leggur á það mikla áherslu að frjálsir samningar geti tekist í þeirri kjaradeilu sem nú stendur og vil ég því til samkomulags samþykkja að að lokinni þessari umræðu verði atkvæðagreiðslu frestað og málið hvíli í deildinni.