19.01.1987
Efri deild: 32. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2313 í B-deild Alþingistíðinda. (2228)

Um dagskrá

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Vegna athugasemdar hv. 4. þm. Vesturl. um þessa óvæntu fjarvist hæstv. sjútvrh. held ég að það sé ekki við neinn að sakast og erfitt að sakast við veðurguði í þessum efnum, ég held það hafi komið flatt upp á flesta að veðrið var sem raun bar vitni þegar menn vöknuðu í morgun. Ég reyndi hins vegar að fá upplýsingar um ferðir hæstv. ráðh. nú fyrir nokkrum mínútum. Hann hafði reynt að ná sambandi við mig í morgun en ekki tekist. Þá var mér tjáð að hæstv. ráðh. væri að brjótast yfir Fjarðarheiði. Annað veit ég ekki um hans ferðir. Væntanlega gefur það hv. 4. þm. Vesturl. einhverjar skýringar á þessum fjarvistum.