20.01.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2352 í B-deild Alþingistíðinda. (2257)

248. mál, yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég ætla bara að segja tvær setningar ef ég mætti. Ég ætla að segja ykkur hvað er að gerast í sambandi við eggjaframleiðsluna. Öll framleiðsla úti á landi er að detta niður vegna þess að stóru búin hér hafa boðið þetta niður og eru að ganga frá þeim. Hvað haldið þið að verði þegar þrír, fjórir eða fimm framleiðendur ráða verðinu og aðrir hafa gefist upp? Það er þetta sem a.m.k. hv. þm. sem var með fsp. áðan, Karl Steinar, óskar eftir.