20.01.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2353 í B-deild Alþingistíðinda. (2260)

248. mál, yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga

Fyrirspyrjandi (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Ég heyrði ekki betur en hv. 5. þm. Reykv. rangfærði mjög ummæli tiltekins fjarstadds manns, Vilhjálms Egilssonar hagfræðings, en hann mun hafa hlýtt á hann á fundi norður í landi þar sem hann lýsti þeim skoðunum sínum, sem er allt annað en Jón Baldvin hélt hér fram, að stjórnun í tilteknum framleiðslugreinum mundi e.t.v. fara þannig til að mynda í kjúklingaframleiðslu að það yrði ekki endilega gætt hagsmuna sauðfjárframleiðenda. En þær skoðanir sem Vilhjálmur Egilsson hélt fram eru allt annað en það sem Jón Baldvin var að hafa eftir sem var rangfærsla eins og honum er títt.

Hitt er svo allt annað mál að ef stjórnun á þessum greinum kæmist fram væri það vitaskuld ekki aðeins á valdi forustumanna í þessum framleiðslugreinum heldur einnig á valdi forustumanna landbúnaðarmála, hæstv. landbrh. og ríkisstjórnar, að haga því þannig að það verði almenningi og neytendum í landinu einnig til hagsbóta.