27.01.1987
Sameinað þing: 41. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2539 í B-deild Alþingistíðinda. (2353)

199. mál, tekjur ríkissjóðs af rekstrarvörum bænda

Fyrirspyrjandi (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir greinargóð svör. Mér þykir athygli vert að þessar staðreyndir liggja á borðinu. Það er löngum lögð áhersla á það að frekar séu gjöld af landbúnaði en tekjur, en þarna koma greinargóðar upplýsingar um að málið er ekki svo einfalt. Þarna eru þættir sem skipta verulegu máli og undirstrika að mínu mati mikilvægi landbúnaðarins í landinu.