27.01.1987
Sameinað þing: 42. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2590 í B-deild Alþingistíðinda. (2402)

234. mál, landkynning að loknum leiðtogafundi

Flm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Á þskj. 251 hef ég leyft mér að flytja till. til þál. um áætlun um landkynningu að loknum leiðtogafundi stórveldanna. Flm. auk mín eru hv. þm. Haraldur Ólafsson og Stefán Guðmundsson. Ályktunargreinin hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hafa forgöngu um að gerð verði og framkvæmd skipulega sérstök áætlun um kynningu erlendis á íslenskri vöru, þjónustu og ferðamálum í því skyni að nýta þann byr sem við Íslendingar fengum í fréttaljósi leiðtogafundarins.“

Þessi till. til þál. gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin hafi frumkvæði um að kveðja saman þá sem vinna að útflutnings-, markaðs- og ferðamálum til þess að leggja á ráðin um skipulegt átak með hliðsjón af fréttaljósi leiðtogafundarins.

Að öðru leyti og enn frekar vísa ég til grg. og þeirrar umfjöllunar sem leiðtogafundurinn fékk. Ég hef þessi orð ekki fleiri. Ég legg til að till. verði vísað til allshn.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.