27.01.1987
Sameinað þing: 42. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2591 í B-deild Alþingistíðinda. (2404)

235. mál, menntastofnun á sviði matvælaiðnaðar

Flm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir till. til þál. um menntastofnun á sviði matvælaiðnaðar, hótel-, veitinga- og almennrar ferðamannaþjónustu. Flm. auk mín eru hv. þm. Haraldur Ólafsson, Jón Kristjánsson og Stefán Guðmundsson. Ályktunargreinin hljóðar svo:

„Alþingi ályk.ar að skora á ríkisstjórnina að hafa forgöngu um að nú þegar verði komið á fót menntastofnun sem veiti fræðslu á sem flestum sviðum matvælaiðnaðar, hótel-, veitinga- og almennrar ferðamannaþjónustu.“

Í grg. segir svo, með leyfi forseta:

" Í febrúar 1984 var birt álit nefndar sem skipuð var 1982 af þáverandi menntamálaráðherra til þess að gera tillögur um námsbrautir þar sem fram fer grunnmenntun til starfa eða frekara náms á sviði matvælaiðnaðar og hótel- og veitingarekstrar. Nefndin lagði til að kennsla í hinum ýmsu greinum á matvæla- og hótelsviði yrði í einum skóla.

Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að aukin menntun og bætt fyrirkomulag, sem fælist í því að koma á fót myndarlegri fræðslustofnun á þeim sviðum sem þáltill. tekur til, sé svo brýnt mál að Alþingi megi ekki láta undir höfuð leggjast að hafa áhrif á þá stefnumörkun.“

Herra forseti. Ég legg til að þessari till. verði vísað til atvmn.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.