28.01.1987
Efri deild: 35. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2593 í B-deild Alþingistíðinda. (2410)

124. mál, skipan opinberra framkvæmda

Frsm. fjh.- og viðskn. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um skipan opinberra framkvæmda.

Nefndin hefur rætt frv. og kallaði m.a. til viðræðu fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga. Þetta mál kemur allmjög inn á verksvið sveitarfélaga vegna verkefnaskiptingar þeirra og ríkisins. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt, en geta má þess að Sigríður Dúna Kristmundsdóttir var fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins.

Frv. felur það í sér að Fjárlaga- og hagsýslustofnun tekur yfirstjórn opinberra framkvæmda að sér í auknum mæli eins og kom fram þegar mælt var fyrir frv. á sínum tíma.