28.01.1987
Neðri deild: 38. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2616 í B-deild Alþingistíðinda. (2435)

174. mál, stjórnarskipunarlög

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég hef kannað þetta mál, að vísu ekki beint við hv. þm. Hjörleif Guttormsson heldur hv. þm. Helga Seljan, og hef um það upplýsingar að hv. þm. Hjörleifur Guttormsson vildi gjarnan fá kost á því að taka þátt í þessari umræðu. Ég bendi á það að það er kannske ekki mjög líklegt að málið fái hraða meðferð í nefnd og það er alls ekki víst að þetta frv. komi til meðferðar aftur í deildinni. Það er alls ekki víst, svo að ég taki ekki dýpra í árinni, með fullri virðingu fyrir hv. flm. og þeim sem að frv. standa og með tilliti til þess að mér er ekki kunnugt um að almenn byggðamálaumræða fari hér fram um önnur mál á næstunni held ég að það sé ekkert út í hött að bera þessa ósk fram við hæstv. forseta. En auðvitað verður hann að ráða því hvað gerist í málinu og ég beygi mig fyrir úrskurði forseta í því en bendi á að hv. flm. hefur tekið undir það að ósk mín sé sanngjörn í þessu efni.