03.02.1987
Sameinað þing: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2695 í B-deild Alþingistíðinda. (2521)

282. mál, hvalveiðar og hvalarannsóknir

Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Mig langar aðeins til að mótmæla því mjög harðlega að við séum að ganga á bak samþykkta okkar. Ég mótmæli því einnig mjög harðlega að við séum að brjóta alþjóðlega samþykktir. Við höfum farið í einu og öllu eftir okkar eigin samþykktum og alþjóðlegum samþykktum og það er furðulegt að mínu mati að slíkt skuli koma fram hér á Alþingi.

Þessar hvalafurðir sem ég nefndi verða fluttar út en ég sé ekki ástæðu til að upplýsa það hér hvenær það verður gert eða hvert.