03.02.1987
Sameinað þing: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2699 í B-deild Alþingistíðinda. (2527)

278. mál, hjálparkalltæki

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Það er kannske eðlilegt að geta þess í sambandi við lokaorð hv. þm. um að reglur þessar séu allstrangar að einmitt þetta atriði hefur verið til umfjöllunar í heilbrmrn. alveg nýlega og hjá stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra og samstarfsnefnd um málefni aldraðra, þar sem lögð hefur verið áhersla á að nauðsynlegt sé að geta túlkað þessar reglur nokkuð rúmt og einkanlega þá kröfu í reglunum að þetta gildi allt að því eingöngu um fólk sem er algjörlega eitt í heimili. Við teljum að það geti vissulega staðið svo á að sá eða þeir sem eru með hinum aldraða í heimili séu sjálfir svo settir að aðstaða hins aldraða að því er öryggi varðar sé fyllilega sambærileg við það að hann byggi einn.