16.02.1987
Efri deild: 40. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3097 í B-deild Alþingistíðinda. (2802)

119. mál, umferðarlög

Árni Johnsen:

Herra forseti. Ég vil aðeins árétta að þriggja ára reglan sem fram kemur í fyrra málsl. 1. mgr. 107. gr. í frv. hlýtur að teljast fullnægjandi varðandi þann þátt sem um er rætt og heitir „ævilöng svipting.“ Hafi maður ekki gerst brotlegur við umferðarlög eða t.d. áfengislög á næstu þremur árum eftir sviptingu ökuleyfis má ætla að hann hafi bætt ráð sitt og þrjú ár eru mjög langur tími að vera án ökuréttinda í nútímaþjóðfélagi. Það er tekið mjög fast og ákveðið á þessum brotum þó að ævilanga sviptingin komi ekki til, enda stangast hún á við þætti í 103. og 107. gr.