28.10.1986
Sameinað þing: 8. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 332 í B-deild Alþingistíðinda. (282)

47. mál, almenningsbókasöfn

Menntamálaráðherra (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Eins og ég tók fram hafa komið fram mjög ítarlegar og að mínum dómi alvarlegar athugasemdir frá bókafulltrúa ríkisins við drögin sem nefnd Páls Líndals lagði fram og ég get ekki betur séð en bókafulltrúinn hafi í mörgu lög að mæla. M.a. gagnrýnir hún mjög harkalega að þessi nefnd, sem samdi drögin, hafi farið mjög á snið við niðurstöður fyrri nefndar og hennar álit. Ég hlýt að hafa áhyggjur þess vegna. En ég hef dálítið velt fyrir mér aðferðinni um framhaldið. Ég er ekki í þeim stellingum að fara að skipa nýja nefnd, en ég get ekki neitað því að ég hef leitt hugann að því að kalla menntmn. mér til aðstoðar í málinu. Kemur það þá fram mjög innan tíðar á hvaða ráð ég bregð því að málið er mjög mikilvægt.