17.02.1987
Sameinað þing: 50. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3151 í B-deild Alþingistíðinda. (2852)

322. mál, viðskiptahagsmunir Íslendinga gagnvart Evrópubandalaginu

Fyrirspyrjandi (Karl Steinar Guðnason):

Herra forseti. Ég þakka ráðherra vönduð svör. Það er greinilegt að fyrirspurnatíminn nægir ekki til svona spurninga. Ég heyri á máli hans að það er mjög sótt í það að fá fiskveiðiréttindi hér út á tollafríðindi. Ég tel að slíkt komi ekki til greina.

Hitt er annað hvort ekki eru til aðrar leiðir til að ýta okkar málum fram. Ég skil málið svo að ráðherra sé ekki fyllilega búinn að svara eins og hann hefði helst viljað og bíð því eftir að hann ljúki því.