18.02.1987
Neðri deild: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3223 í B-deild Alþingistíðinda. (2912)

336. mál, deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra

Ólafur Þ. Þórðarson:

Virðulegi forseti. Ég hef staðið að því að vísa til nefnda hverju því máli, hversu það er vitlaust, sem fram hefur komið og gert það án þess að ráðgast um það við mína samvisku. Nú ber svo til aftur á móti að hér er flutt mál sem tvímælalaust er þegar orðið að dómstólamáli. Og með fullri virðingu fyrir því að þrískipting valdsins er grundvöllur lýðræðisins og sú regla á að vera virk, jafnvel þó stutt sé til kosninga, segi ég já.