18.02.1987
Neðri deild: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3224 í B-deild Alþingistíðinda. (2913)

336. mál, deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra

Páll Pétursson:

Frú forseti. Ég tel að sú aðferð sem lagt er til að viðhöfð verði með þessu frv. sé ekki hin heppilegasta. Hæstv. menntmrh. ber sjálfum að hafa forgöngu um að leysa þessa deilu og ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum á næstu dögum tel ég að forsrh. eigi að gefa honum fyrirmæli þar um. Ég ber traust til menntmrh. og veit að hann hefur burði til að setja deiluna niður. Flutningur dagskrártillögu er of hörð og ástæðulaus viðbrögð og óvenjuleg. Hér er ekki um vantraust á menntmrh. að ræða. Ég tel eðlilegt að frv. gangi með þinglegum hætti til nefndar sem þá fengi tækifæri til að kanna formsatriði málsins og kalla forseta Hæstaréttar fyrir. Ég segi nei við dagskrártillögunni.