28.10.1986
Sameinað þing: 8. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

68. mál, skólamálaráð Reykjavíkur

Haraldur Ólafsson:

Herra forseti. Ég held að þó ekki væri nema til annars en hætta þessum farsa, sem orðinn er með annars vegar skólanefnd og hins vegar fræðsluráði, sé rétt að þingheimur taki undir áskorun síðasta ræðumanns um að menntmrh. beiti sér fyrir því að þeirri valdníðslu og pólitísku ofsóknum, sem borgarstjórnin í Reykjavík stendur fyrir í þessu máli, linni.