25.02.1987
Efri deild: 43. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3498 í B-deild Alþingistíðinda. (3082)

273. mál, uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það hafa komið hér athugasemdir. Frá hv. 8. landsk. þm. um fundartíma s.l. mánudag, að hún hafi misst af 2. umr. við málið vegna þess að hún vissi ekki um að fundi hafði verið fram haldið. Og einnig frá hv. 4. þm. Vesturl. um að forseti hafi lokið 2. umr. þrátt fyrir það að hv. 4. þm. Vesturl. hafi vitað um að fleiri mundu taka til máls. Þetta er allt rétt, þessar ábendingar sem hafa komið fram, en forseti vill svara því að það er mjög góð regla ef þm. þurfa að víkja af fundi að láta þá forseta vita því þá hefði hann haft tækifæri til að gera hv. 8. landsk. þm. viðvart um að það væri hugmyndin að halda áfram og eins það að vegna þess að forseti hafði til góða 3. umr. þá vissi hann að þeir þm. sem vildu taka til máls hefðu tækifæri til þess. Og nú hafa þeir gert það einmitt í dag eins og hefur komið í ljós.