25.02.1987
Efri deild: 43. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3499 í B-deild Alþingistíðinda. (3086)

351. mál, þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Með þessu máli er vissulega verið að samþykkja þarfan hlut, þ.e. að koma bókhlöðunni í gagnið. Hitt er annað hvort þetta frv. ætti ekki að heita öðru nafni, t.d.: „Frumvarp til laga um þjóðarátak í skattheimtu.“

Hér er farið inn á það svið að afla fjár til bókhlöðunnar með sérstakri skattheimtu en auðvitað ættu skattpeningar ríkisins aðrir að fara til þessa verkefnis. Ég mun ekki gera ágreining um þetta málefni en vil skjóta því að hvort það væri ekki meira í ætt við raunveruleikann að frv. bæri annað nafn.