25.02.1987
Efri deild: 43. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3501 í B-deild Alþingistíðinda. (3091)

294. mál, umboðsmaður Alþingis

Landbúnaðarráðherra (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um umboðsmann alþingis. Hæstv. forsrh. flutti þetta frv. í Nd. og hefur það verið afgreitt þaðan.

Frv. um slíkan umboðsmann hafa oft verið flutt áður hér á Alþingi en ekki náð fram að ganga. Um efni þeirra hefur þá verið fjallað ítarlega þannig að ég mun ekki rekja það hér frekar.

Það mun vera öllum ljóst að það eru alltaf að koma upp mál þar sem æskilegt er að fólk geti leitað til manns sem hefur það starf sem umboðsmanni Alþingis er ætlað að hafa til þess að gæta hagsmuna fólksins og tryggja að það nái fram sínum rétti.

Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði frv. vísað til 2. umr. og hv. allshn.