03.03.1987
Sameinað þing: 57. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3622 í B-deild Alþingistíðinda. (3229)

373. mál, stefnumörkun í áfengismálum

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég sé sérstaka ástæðu til að þakka hæstv. ráðh. fyrir að skila verkefni stjórnskipaðrar nefndar sem skýrslu. Gallinn er sá að í þessari skýrslu er ekkert nema vitleysa. En það verk sem unnið var á vegum þeirrar nefndar sem átti að vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum hefur verið unnið vel undir stjórn færustu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðismála. Það er dónaskapur við þá, það er dónaskapur við hið háa Alþingi ef sú vinna verður ekki lögð fram í skýrsluformi á sama hátt og þetta hér sem aldrei mun leiða til neins og ekkert vit er í.