03.03.1987
Sameinað þing: 58. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3664 í B-deild Alþingistíðinda. (3271)

382. mál, eyðing ósonlagsins

Flm. (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka þeim hv. þm. sem tekið hafa til máls. Það er margt sem ógnar tilveru okkar hér á jörðinni og komandi kynslóða, eins og komið hefur fram í máli manna í umræðum um þessa till., og mikilvægt að gripið verði til róttækra aðgerða í umhverfisvernd alheimsins hvað þetta varðar. Ég harma það að við skulum ekki geta gert eitthvað í málinu strax, en ég treysti því að við Íslendingar munum koma til liðs við þær þjóðir sem berjast gegn þessum vágesti og treysti því að þessi till. verði afgreidd fljótt og vel í gegnum nefndir.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.