04.03.1987
Efri deild: 47. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3691 í B-deild Alþingistíðinda. (3288)

326. mál, lögskráning sjómanna

Valdimar Indriðason:

Virðulegi forseti. Samgn. fjallaði um þetta frv. sem er um lögskráningu sjómanna og eins og segir í nál. á þskj. 704 hefur nefndin rætt frv. og fengið á sinn fund Halldór Kristjánsson skrifstofustjóra og Ragnhildi Hjaltadóttur, deildarstjóra í samgrn., Helga Laxdal, formann Vélstjórafélags Íslands, og Hjört Magnússon lögskráningarstjóra. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Eins og kom fram við framlagningu þessa frv. er þetta búið að vera nokkuð lengi í athugun og aðilar hafa sótt það fast að þetta yrði skýrar ákveðið en hefur verið í fyrri lögum um lögskráningu. Þess vegna teljum við það mjög til bóta að þetta frv. s,é hér fram komið og ég endurtek það að nefndin er sammála um að þetta verði samþykkt.