04.03.1987
Efri deild: 47. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3692 í B-deild Alþingistíðinda. (3290)

347. mál, Útflutningslánasjóður

Frsm. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Hv. fjh.- og viðskn. hefur skoðað þetta mál, m.a. fengið til viðtals bankastjórana Jónas Haralz og Val Valsson. Menn veltu svolítið vöngum yfir titli eða öllu heldur kannske hvað ætti að nefna þetta félag og skammstöfun og niðurstaðan varð sú að það er flutt brtt., sem nefndin stendur að, um að 1. mgr. 1. gr. laganna orðist svo:

„Heimilt er að stofna samkvæmt lögum þessum sjóð er nefnist Útflutningslánasjóður. Í heiti sínu er sjóðnum rétt og skylt að hafa orðin „félag með takmarkaðri ábyrgð“ eða skammstöfunina FTÁ.“

Þetta er einungis orðalagsbreyting og sjálfsögð að okkar mati en nefndin í heild leggur til að þetta frv. verði samþykkt.