04.03.1987
Efri deild: 48. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3703 í B-deild Alþingistíðinda. (3316)

390. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Fjármálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Frú forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um kjarasamninga opinberra starfsmanna, 390. máli deildarinnar á þskj. 703. Frv. er flutt til staðfestingar á brbl. sem út voru gefin 21. maí 1986 með því að þá þótti óhjákvæmilegt að lengja frest Kjaradóms til að kveða upp dóm í málum sem þá lágu fyrir dóminum, en skýrslur sem leggja þurfti fyrir dóminn höfðu þá ekki borist. Þótti nauðsynlegt að framlengja heimildir Kjaradóms fyrir uppkvaðningu dóma í þeim málum og því voru brbl. þessi gefin út.

Frú forseti. Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.