09.03.1987
Neðri deild: 56. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3852 í B-deild Alþingistíðinda. (3495)

196. mál, tollalög

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Það er ekki nokkur vafi á því að undirboð erlendra fyrirtækja við innflutning vara á íslenskan markað er eitt af stærri vandamálum íslensks efnahagslífs. Sú till. sem hér er flutt gengur út á það að ráðherra sé gert að lagaskyldu að fylgjast með undirboðum erlendra fyrirtækja. Ég harma að meiri hl. skuli snúast gegn þessari till. Ég tel hana brýna og segi já.