10.03.1987
Sameinað þing: 60. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3861 í B-deild Alþingistíðinda. (3523)

369. mál, erlent áhættufjármagn

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Það er ástæða til að þakka hæstv. viðskrh. hans orð um að allir flokkar fái aðild að stefnumörkun um þetta efni og vonandi verður við það staðið á þessu ári eða hvenær sem til þess starfs dregur sem hann vék að. Hitt væri einnig æskilegt að Sjálfstfl., þm. og aðrir sem þar ráða, skilgreindu hvar þeir draga mörkin í sambandi við atvinnuvegi og þátttöku erlends fjármagns. Ég held að þau verði ekkert auðveldlega dregin eftir þeim línum sem hv. fyrirspyrjandi vék hér að. Atvinnurekstur í landinu getur fyrr en varir leitt til útflutnings þannig að aðgreiningin í útflutningsatvinnuvegi og aðra atvinnustarfsemi er engan veginn skýr. Þarna sýnist mér að Sjálfstfl. þyrfti að skoða málin betur.