11.03.1987
Sameinað þing: 61. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3963 í B-deild Alþingistíðinda. (3606)

407. mál, réttur norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi

Utanríkisráðherra (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Á þskj. 751 er till. til þál. um Norðurlandasamning um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi. Norðurlandasamningur um þetta efni hefur verið undirritaður, var undirritaður á Borgundarhólmi 17. júní 1981, og samningurinn fylgir með þessari till. til þál. sem fskj. Þessi samningur er árangur af starfsemi Norðurlandaráðs á grundvelli ályktunar frá 1966 og unninn á vegum dómsmálaráðuneyta Norðurlandanna.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þessa till. Ég vísa til þeirrar grg. sem henni fylgir svo og samningsins sem eins og ég sagði áðan er fskj. Ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til að till. verði vísað til 2. umr. og til hv. utanrmn.