11.03.1987
Efri deild: 57. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3976 í B-deild Alþingistíðinda. (3626)

311. mál, skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútveg

Frsm. sjútvn. (Valdimar Indriðason):

Virðulegi forseti. Sjútvn. Ed. hefur fjallað um það frv. sem hér liggur fyrir og leggur til að það verði samþykkt. Þetta er frv. sem búið er að fá umfjöllun í Nd. án athugasemda og það er á sama veg hjá okkur. Þetta er frv. sem fjallar raunverulega um staðfestingu á þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á milli sjómanna og útvegsmanna. Það er verið að breyta svokölluðu skiptahlutfalli sem er hér inni í lögum og þar sem þetta eru veigamiklar breytingar sem gerðar voru vegna afnáms sjóðakerfisins s.l. vor telja aðilar nauðsynlegt að fá þessu breytt með lagaákvæðum sem hér er lagt til að gert verði. Þetta er algjört samkomulagsmál milli þeirra aðila sem þetta mál snertir og þarf því ekki að hafa fleiri orð hér um, aðeins ítreka að lagt er til að frv. fái greiðan aðgang í gegnum þessa hv. deild.