13.03.1987
Efri deild: 60. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4113 í B-deild Alþingistíðinda. (3706)

79. mál, almannatryggingar

Helgi Seljan:

Virðulegi forseti. Ég vil flytja hér þakkir til hv. samnefndarmanna minna fyrir það að hafa afgreitt þetta mál með þessum hætti. Að sjálfsögðu hefði ég gjarnan viljað sjá þessa fulltrúa inni í öllu jafnréttháa kjörnum fulltrúum Alþingis, en ég tel hér vera um mjög góðan áfanga að ræða og ég veit að þau samtök sem þarna koma að og fólkið sem í þessum samtökum er kann vel að meta þessa breytingu, þessa aðstöðu sem það hefur til þess að hafa áhrif á gang mála. Ég kann vel að meta það. Og til viðbótar held ég að Tryggingastofnun ríkisins og tryggingaráði verði verulegur styrkur að því að fá þessa fulltrúa þarna inn til þess að leggja til og koma fram með sín sjónarmið í hinum ýmsu viðkvæmu málum sem þarna eru á ferðinni.