13.03.1987
Efri deild: 61. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4124 í B-deild Alþingistíðinda. (3735)

Tilhögun þingfunda

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Mér sýnist að nú sé verið að dreifa þskj. varðandi þau mál sem ætlunin er að taka fyrir á kvöldfundi. Ég vil í fullri einlægni mælast til þess að forseti athugi hvort ekki er framkvæmanlegt að halda þann fund sem ætlunin var að halda kl. 21.00 í kvöld t.d. eftir 15 mínútur eða 20 mínútur og ljúka þessum verkum okkar af ef mögulegt er. Ég bendi á að það hafa verið kvöldfundir undanfarin tvö kvöld og allar líkur á því að það verði mikið um kvöldfundi eftir helgina. Þó að þm. séu fúsir til að vinna hér á kvöldin ber okkur líka skylda til að taka eðlilegt tillit til starfsfólks þingsins. Ég vil mælast til þess að forseti athugi þennan möguleika.