13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4141 í B-deild Alþingistíðinda. (3768)

318. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Í framsöguræðu minni fyrir nál. las ég bréf frá Alþýðusambandi Íslands þar sem minnst var á það mál sem hér er verið að gera tillögu um. Það er okkar skoðun í meiri hl. nefndarinnar að hægt sé með reglugerð að nota mismunandi vexti eftir því hverjum lánað sé og hægt að taka þannig tillit til þeirra efnisatriða sem þarna er minnst á. Hér er um að ræða nokkra grundvallarbreytingu frá því sem er í lögunum, en þar er gert ráð fyrir því að lífeyrisréttindi skapi rétt. Ég tel að þetta sé óþarft að hafa í lagagrein og segi nei.