13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4141 í B-deild Alþingistíðinda. (3769)

318. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Guðmundur J. Guðmundsson:

Herra forseti. Þau eru ákvæði í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins að þeir sem selja eldra húsnæði eða selja stórt húsnæði, við skulum segja gott einbýlishús, og kaupa sér þiggja herbergja íbúð t.d. geta fengið 1200 þús. kr. lán hjá Húsnæðisstofnun. Hv. þm. Friðrik Sophusson, og má ég ekki vera í orðkappræðum hér, telur að þetta sé hægt að lagfæra með vöxtum. Það er miklu einfaldara að hafa skýr og einföld lagaákvæði hér um. Meðan það er að komast í slétt form að liðsinna þeim sem eru að sækja um í fyrsta skipti og þeim sem eru í erfiðleikum með að bíða á ekki að vera að láta þá sem geta selt einbýlishús fyrir kannske 10 millj., keypt sér 3-4 herbergja íbúð fyrir 4 millj., vera á jöfnum rétti til 1200 þús. kr. láns. (FrS: Það má nota hærri vexti.) Það má nota hærri vexti, en það er mikið einfaldara en fara að setja skrið á vaxtakerfi húsnæðismálastjórnar að hafa einföld og skýr lagafyrirmæli um að húsnæðismálastjórn meti þetta. Ég vona að hv. þm. hafi þetta sjónarmið í huga og ég segi já.