13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4182 í B-deild Alþingistíðinda. (3813)

368. mál, málefni aldraðra

Frsm. heilbr.- og trn. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti heilbr.- og trn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 91 1982, um málefni aldraðra. Hér er um að ræða framlengingu, en eins og segir í athugasemdum við frv. er samkvæmt 28. gr. laga 91/1982, um málefni aldraðra, ráðgert að þau falli úr gildi um n.k. áramót. Ljóst er að meginatriði laganna verða að gilda til frambúðar eða verða hluti af öðrum lögum. Má þar nefna skipun öldrunarmála, fyrirkomulag dvalarstofnana, ákvæði um heimaþjónustu og Framkvæmdasjóð aldraðra.

Nefndin hefur fjallað um þetta mál og leggur einróma til að frv. verði samþykkt.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.