13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4185 í B-deild Alþingistíðinda. (3824)

209. mál, sjómannadagur

Frsm. sjútvn. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Frv. til I. um sjómannadag var lagt fram í Ed. og voru þar gerðar nokkrar breytingar á frv. eins og kemur fram á þskj. 662, m.a. sú að beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skuli sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á undan en ekki eftir eins og stóð í frv. Sjómannadagurinn í Reykjavík hefur á hinn bóginn óskað eftir því að færa frv. til hins fyrra horfs og hefur það verið rætt á fundum nefndarinnar og jafnframt haft samband við formann Sjómannafélags Reykjavíkur. Urðu nefndarmenn sammála um að mæla með samþykkt frv. með þeirri breytingu að beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skuli sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir.