13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4189 í B-deild Alþingistíðinda. (3833)

342. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 873 í forföllum formanns nefndarinnar. Nefndin hefur skoðað þetta frv. og rætt og kallað til viðræðu Tryggva Axelsson úr viðskrn. Mælir nefndin með að frv. verði samþykkt með þeirri brtt. sem flutt er á sérstöku þskj., en hún er svohljóðandi, með leyfi forseta:

„1. mgr. 1. gr. laganna orðist svo:

Heimilt er að stofna samkvæmt lögum þessum sjóð er nefnist Útflutningslánasjóður. Í heiti sínu er sjóðnum rétt og skylt að hafa orðin „ríkisaðild með takmarkaðri ábyrgð“ eða skammstöfunina RTÁ.“

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt. Undir þetta rita auk þess sem hér stendur hv. þm. Páll Pétursson, Guðmundur Bjarnason, Svavar Gestsson og Halldór Blöndal.