29.10.1986
Neðri deild: 7. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 425 í B-deild Alþingistíðinda. (389)

86. mál, stjórn fiskveiða

Ólafur Þ. Þórðarson:

Virðulegur forseti. Hv. 2. þm. Norðurl. e. hikaði ekki við að láta reikna út meðalafla á togara á þann hátt að leggja saman veiðiskip á Vestfjörðum, Norðurl. v., Norðausturlandi og Austfjörðum. Með því móti lækkaði hann meðalafla Vestfirðinga um 25%. Síðan hafa þeir þurft að kaupa kvóta. Það er aðeins verið að fara fram á það að fá það til baka sem af þeim var tekið. Það er engin grein í þessu frv sem gerir ráð fyrir því að veiðar á Akureyri verði lagðar niður.