16.03.1987
Neðri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4240 í B-deild Alþingistíðinda. (3891)

119. mál, umferðarlög

Forseti (Ingvar Gíslason):

Þetta er að mörgu leyti rétt athugasemd hjá hv. þm. Ég skal viðurkenna það. En ég hygg að það væri hyggilegt að kalla brtt. aftur til 3. umr. vegna þessa litla orðs sem þarna stendur ef það vísar ekki til annars sem við höfum þegar afgreitt. Þá er þessi hluti brtt. tekinn aftur til 3. umr. (ÓÞÞ: Hefur þá verið úrskurðað að sá fyrri sé sjálffallinn?) Já, það hefur verið gert.