16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4275 í B-deild Alþingistíðinda. (3962)

119. mál, umferðarlög

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég leyfi mér að stinga upp á að hæstv. forseti geri örlítið hlé á fundinum á meðan þskj. 954 er prentað upp því að till. getur ekki átt að vera nema þessi þrjú orð: Náttúruverndarráð og landlæknir. Það er það sem á að koma inn í lagatextann en ekki að þar standi: Í hóp þeirra sem rétt eiga á að tilnefna fulltrúa í Umferðarráð bætist. Það er eitthvað bogið við sjálfan texta brtt. (Gripið fram í.) Nei, einmitt vegna þess að það dettur engum manni í hug. Þess vegna er orðalag till. rangt.