16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4275 í B-deild Alþingistíðinda. (3964)

119. mál, umferðarlög

Forseti (Ingvar Gíslason):

Í raun og veru er málið kannske ekki alveg svona einfalt. Þetta er 114. gr. og eigum við að reyna að átta okkur á hvað í henni stendur? Hún er svona:

"Dómsmrh. skipar tvo fulltrúa í Umferðarráð án tilnefningar. Skal annar þeirra vera formaður ráðsins, en hinn varaformaður.“

Síðan kemur ný mgr.: „Aðra fulltrúa í Umferðarráð skipar ráðherra eftir tilnefningu og eiga eftirtaldir aðilar rétt á að tilnefna einn fulltrúa hver og annan til vara: Bandalag ísl. leigubifreiðastjóra, Bifreiðaeftirlit ríkisins, Bílgreinasambandið, Bindindisfélag ökumanna, dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Félag ísl. bifreiðaeigenda, heilbr.- og trmrn., Landssamband vörubifreiðastjóra, Landssamtök klúbbanna „Öruggur akstur“, lögreglustjórinn í Reykjavík, menntmrn., Reykjavíkurborg, Samband ísl. sveitarfélaga Samband ísl. tryggingarfélaga, Slysavarnafélag Íslands, Vegagerð ríkisins, Ökukennarafélag Íslands og Öryrkjabandalags Íslands. (ÓÞÞ: Og landlæknir.) Síðan kæmi þá: og landlæknir. Þannig væri mjög æskilegt ef hægt væri að orða þetta allt upp á nýtt.