16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4276 í B-deild Alþingistíðinda. (3967)

119. mál, umferðarlög

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Það er svolítið sérkennilegt ef einn þm. ber fram brtt. þegar umræðum er lokið og atkvæðagreiðsla er hafin. Einnig er það sérkennilegt, að þá geti í miðju kafi einn þm. komið og gert brtt. við brtt. annars þm. sem þegar er búið að greiða atkvæði um að hluta. Þetta eru orðin í meira lagi frjálsleg þingsköp þykir mér. Ég sé ekki að unnt sé að gera nokkuð í því máli að breyta þessu orðalagi nema ef það væri eindregin ósk flm. till. að fá skjalið prentað upp vegna einhverra mistaka í greinarmerkjasetningu, tvípunkturinn hefði kannske lent á vitlausum stað eða eitthvað svoleiðis. (GJG: Hann er búinn að játa á sig mistökin.)