16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4279 í B-deild Alþingistíðinda. (3978)

249. mál, listmunauppboð

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Með þessu frv. er verið að gera tilraun til að blessa vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar, þá sem fylgt hefur verið frá 1984. Hún er staðfesting, á okurstefnunni, staðfesting á þeirri starfsemi sem iðkuð hefur verið að undanförnu bæði á almennum peningamarkaði og eins af Seðlabankanum með óheyrilegri dráttarvaxtatöku. Auk þess hafa forustumenn dómara og, lögfræðinga varað Alþingi við því að afgreiða frv. Ég segi nei, herra forseti.

Frv. afgr. til Ed.