16.03.1987
Neðri deild: 66. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4316 í B-deild Alþingistíðinda. (4070)

420. mál, Innheimtustofnun sveitarfélaga

Frsm. félmn. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 972 frá hv. félmn. Nefndin hefur skoðað þetta mál. Hér er um að ræða að heimila ráðherra að setja reglugerð sem getur veitt stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga möguleika á að fella niður dráttarvexti af barnsmeðlögum þegar við ákveðna félagslega erfiðleika er að stríða, t.d. ónógar tekjur, skerta starfsorku, mikla greiðslubyrði o.s.frv.

Eins og þm. rekur eflaust minni til voru á síðasta þingi samþykkt hert viðurlög ef greiðslufall varð hjá þeim sem meðlagsskyldir eru og var þeim gert skylt að greiða dráttarvexti og var byrjað að taka þá 1. júlí 1986. Í vissum tilvikum er um verulega erfiðleika að ræða. Þessu frv. er ætlað að gefa sveigjanleika til að falla frá dráttarvaxtatöku þegar það á við.

Undir nál. rita auk mín, hv. þm. Karvel Pálmason, Guðmundur J. Guðmundsson, Kristín Kvaran, Eggert Haukdal og Stefán Valgeirsson, en hv. þm. Stefán Guðmundsson var ekki viðstaddur afgreiðslu málsins.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt.