16.03.1987
Efri deild: 67. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4353 í B-deild Alþingistíðinda. (4115)

209. mál, sjómannadagur

Frsm. sjútvn. (Valdimar Indriðason):

Virðulegi forseti. Það er ekki til þess að vekja upp frekari umræður en ég get ekki komist hjá því vegna ábendinga hv. 4. þm. Vesturl. hér áðan, hvernig þetta gæti komið út með dagana, að þetta lendir svo illa einmitt árið 1987 að sjómannadagurinn getur ekki orðið fyrr en 14. júní.

1. júní er mánudagur og þá er sjómannadagurinn eftir þessum nýju lögum, sem ég ætta ekki að draga úr að við skulum standa við og gera, þó að við breytum því síðar, þá er á árinu 1987 ekki hægt að halda sjómannadaginn fyrr en 14. júní.