17.03.1987
Neðri deild: 67. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4423 í B-deild Alþingistíðinda. (4196)

196. mál, tollalög

Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur ekki komið til nefndarfundar til þess að ræða þetta mál sérstaklega en í meðförum efrideildarnefndarinnar var haft samband við a.m.k. nokkra nefndarmenn sem samþykktu þær breytingar sem gerðar voru á frv. í hv. Ed.

Hér er um að ræða í fyrsta lagi brtt. sem komin er í frv. vegna ábendinga frá Félagi ísl. iðnrekenda.

Í öðru lagi hafði neðrideildarnefndinni yfirsést að færa ákveðinn hrepp, Innri-Akraneshrepp, ásamt Skilmannahreppi undir tollumdæmi Mýra- og Borgar-fjaðarsýslu sem þá mun fylgja sýslumörkum.

Í þriðja lagi er um að ræða að vísað sé til ákvæða V. kafla auk ákvæða VH. kafla um tolleftirlit og meðferð ótollafgreiddrar vöru en það er breyting við 96. gr.

Loks voru breytingar gerðar í Ed. þannig að sömu reglur gildi um tollvörugeymslu og frísvæði og vegna áðurnefndra breytinga sem gerðar voru á 96. gr. er vísað til 96. gr. í 2. mgr. 103. gr.

Allar eru þessar breytingar fremur smávægilegar og tel ég hægt að fullyrða að meiri hl. nefndarinnar muni fallast á þær og leggja til að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Ed.