19.03.1987
Neðri deild: 72. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4562 í B-deild Alþingistíðinda. (4455)

405. mál, eftirlit með skipum

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að hér er maður í nokkuð mikinn vanda settur þar sem þetta mál hefði vissulega þurft að skoðast betur. En þegar kemur á daginn að kannske er meginvandinn sá að við er að etja gömul lög sem hafa lengi gilt vekur það upp þá spurningu hvort ekki er fullkomin ástæða fyrir okkur að láta skoða eldri lög, framkvæma allsherjarlagahreinsun eins og hér hefur fyrr komið á dagskrá, nema úr lagasafninu lög sem eru kannske út í hött nú á tímum og önnur sem eru lítt framkvæmanleg. (Gripið fram í: Er ekki búið að samþykkja það?) Það er víst búið að samþykkja þáltill. þess efnis. Það er rétt.

En hvað þetta mál varðar hefur verið bent á að það hefur að geyma ýmis ákvæði sem þörf er að færa í lög og í trausti þess að það verði þegar í stað settur saman hópur til að skoða þessi lög og lagfæra eldri lög á þessu sviði verður niðurstaðan sú að það sem ég hef skrifað hef ég skrifað og styð frv.