05.11.1986
Neðri deild: 9. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í B-deild Alþingistíðinda. (512)

107. mál, eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins

Iðnaðarráðherra (Albert Guðmundsson):

Virðulegur forseti. Ég veit að forveri minn, næstsíðasti má segja, hv. flm. þessa frv., hefur unnið af heilum hug og vel í þessu máli. Hann skildi það rétt, eins og ég gaf til kynna í minni ræðu, að ríkisstjórnin hefur líklega ekki fengið þetta frv. til athugunar vegna tímasetningarinnar, vegna kosningaundirbúnings og fleira. Ég skil það vel að ályktun allshn. Ed. frá þeim tíma hafi ekki komið inn á borð ráðherra á þeim tíma.

En ég sé ekki að milli okkar sé neinn ágreiningur og tel að þeirri vinnu, sem hann hóf á sínum tíma, verði haldið áfram í ráðuneytinu á sömu línu. Ég fagna því að þar á milli er ekki ágreiningur.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.