11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

133. mál, Sjóefnavinnslan á Reykjanesi

Fyrirspyrjandi (Guðni Ágústsson):

Herra forseti. Hæstv. iðnrh. Ég tel málflutning minn hafa verið í samræmi við það sem hefur verið að gerast í þessu máli. Það er rétt, Eimi sf. var boðin dreifing, sagt: Þú getur fengið dreifinguna ef þú vilt. Það varð ekki samkomulag. Það eitt sýnir að ríkið er staðráðið í að knésetja einkaframtakið hvort heldur er Eimur sf. eða Kolsýruvinnslan að Hæðarenda á þessu sviði.