11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (594)

45. mál, umsóknir um húsnæðislán

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram og hv. þm. eru beðnir að hafa það í huga að ráðherra hefur ekki leyfi til þess að tala nema tvisvar og fyrirspyrjandi ekki nema tvívegis. Ráðherra hefur nú talað tvisvar. Það er heimild fyrir forseta að leyfa mönnum að gera stutta athugasemd en það er gert í trausti þess að menn stofni ekki til umræðna og spyrji ekki þá aðila spurninga sem ekki hafa heimild til þess að svara.