11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (597)

56. mál, lánveitingar Húsnæðisstofnunar ríkisins

Fyrirspyrjandi (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja fsp. á þskj. 56 til félmrh. um lánveitingar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Spurt er um fjölda lánveitinga úr Byggingarsjóði verkamanna og Byggingarsjóði ríkisins á árunum 1985, 1986 og 1987, í fyrsta lagi vegna nýrra samninga og í öðru lagi vegna endursöluíbúða og vegna eldri íbúða. Spurt er einnig um hve margar umsóknir liggi fyrir um íbúðir í verkamannabústöðum og um umsóknir um lán úr Byggingarsjóði ríkisins. Einnig er spurt um áætlun um þörf fyrir leiguhúsnæði.

Ég vænti þess að hæstv. félmrh. gefi skýr svör við þessum fsp. sem liggja fyrir á þskj. 56.